Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 23. júlí 2012 14:51
Magnús Már Einarsson
Heimild: Vefur Morgunblaðsins 
Ian Williamson í Grindavík (Staðfest)
Úr leik Grindvíkinga og FH í gær.
Úr leik Grindvíkinga og FH í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Grindavík hefur samið við skoska miðjumanninn Ian Williamson en þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins.

Williamson hefur verið á reynslu hjá Grindvíkingum frá því í síðustu viku og hann hefur nú samið við félagið.

Williamson er 24 ára gamall en hann hefur leikið undanfarin þrjú ár með Raith Rovers í heimalandinu.

Þar áður var hann á mála hjá Dunfermline sem er einnig frá Skotlandi.

Mikil meiðsli hafa verið hjá Grindvíkingum að undanförnu en þrátt fyrir það sagði Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar við Fótbolta.net í síðustu viku að Williamson væri eini leikmaðurinn sem liðið ætlaði að fá í sínar raðir áður en félagaskiptaglugginn lokar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner