Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   mán 23. júlí 2012 21:42
Hafliði Breiðfjörð
Óli Kristjáns: Gríðarlega ósáttur við rauða spjaldið
Ólafur H. Kristjánsson.
Ólafur H. Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Breiðabliks sagði eftir 1-1 jafntefli við ÍA á Akranesi í kvöld að hann hafi verið ósáttur við aðdragandann að vítaspyrnunni sem ÍA skoraði jöfnunarmarkið úr í uppbótartíma.

,,Leikurinn var járn í járn, svolítið lokaður lengst um en mér fannst ganga ágætlega upp að setja svona léttari og sprækari menn inná þegar leið á leikinn," sagði Ólafur við Fótbolta.net eftir leik.

,,Það gaf okkur mark. Mjög gott mark, virkilega vel gert hjá Árna hvernig hann fór á manninn í teignum og setti hann á nær hornið. Þá fannst mér að við ættum að loka þessum leik en þá hófst óskapleg dramatík undir restina sem ég ætla að leyfa mér að kíkja betur á til að vera dómbær á hvað gerðist."

,,Ég er ósáttur við adraganda vítaspyrnunnar og vítaspyrnudómsins. Hvað gerðist inni í teignum er ég ekki dómbær á því það sá ég ekki nógu vel."

,,Svo er ég gríðarlega ósáttur við að Sverri sé sýnt rauða spjaldið undir restina. Leikmaður Breiðabliks tekur boltann og er að fara með hann upp völlinn til að koma honum á miðlínuna og þá ráðast Skagamenn á hann og vilja fá boltann til að koma honum upp, og teasa hann, sem endar í því að dómarinn metur það svo að það sé gult spjald og svo rautt á Sverri. Það fannst mér miður. Ég veit ekki hvort það var ætlun hjá þeim að fá dómarann í eitthvað en menn eiga að fá púlsinn ná niður fyrir 160 og lesa hvað er að gerast og biðja skagamennina vinsamlegast um að leyfa leikmönnum að koma boltanum á miðlínu."


En hvað var að pirra hann í aðdragandanum að vítinu?

,,Hvernig við vörðumst og töpum návígum á miðsvæðinu sem færa boltann upp í hornið. Svo viljum við meina að við höfum átt innkastið en ekki skaginn sem vítaspyrnan kemur uppúr. En sitt sínist hverjum."

Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu að ofan en þar ræðir hann orðróm þess efnis að Árni Vilhjálmsson framherji Breiðabliks verði lánaður frá félaginu en gefur ekki endanlegt svar um hvort hann fari eða ekki.
Athugasemdir
banner