Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. júlí 2012 23:29
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Goal.com 
Swansea búið að samþykkja tilboð Liverpool í Allen
Joe Allen
Joe Allen
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Swansea City hefur samþykkt tilboð Liverpool í velska miðjumanninn Joe Allen, samkvæmt Goal.com, en frá þessu er greint í kvöld.

Allen, sem er 22 ára gamall, var lykilmaður í liði Swansea á síðasta tímabili, sem að skilaði honum sæti í breska landsliðinu sem leikur á Ólympíuleikunum í London en hann lék hjá Swansea undir stjórn Brendan Rodgers, sem er nú við stjórnvölinn hjá Liverpool.

Swansea komst að samkomulagi við Rodgers um að hann gæti ekki fengið leikmenn yfir til Liverpool fyrr en eftir að minnsta kosti ár, en félagið hefur ákveðið að taka það úr gildi og virðist Allen nú á leið til félagsins þar sem 13,5 milljón punda tilboð hefur verið samþykkt.

Hann mun líklegast ekki klára sín mál fyrr en eftir Ólympíuleikana, en Rodgers hefur þegar fengið Fabio Borini frá AS Roma. Þá er hann að reyna að fá bandaríska sóknarmanninn Clint Dempsey frá Fulham, en óvíst er hvort það gangi eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner