Heimild: Sky
QPR hefur krækt í Junior Hoilett en hann kemur til félagsins eftir að samningur hans við Blackburn rann út á dögunum.
Hoilett var einn besti leikmaður Blackburn á síðasta tímabili og nokkur félög höfðu áhuga á að fá þennan 22 ára gamla Kanadamann í sínar raðir.
Hoilett var einn besti leikmaður Blackburn á síðasta tímabili og nokkur félög höfðu áhuga á að fá þennan 22 ára gamla Kanadamann í sínar raðir.
QPR og Blackburn munu núna reyna að komast að samkomulagi um uppeldisbætur fyrir Hoilett en ef það gengur ekki mun málið fara fyrir rétt.
Hoilett er sjálfur hæstánægður með að leika undir stjórn Mark Hughes hjá QPR en þeir þekkjast frá því hjá Blackburn á sínum tíma.
,,Stjórinn spilaði auðvitað stóran þátt í ákvörðun minni að koma hingað," sagði Hoilett.
Athugasemdir