Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   fös 27. júlí 2012 16:50
Magnús Már Einarsson
Hafþór Þrastarson á leið til Selfyssinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss er að fá varnarmanninn Hafþór Þrastarson á láni frá FH út tímabilið en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net í dag.

Líklegt er að gengið verði frá lánssamningum á morgun og því gæti Hafþór mögulega leikið sinn fyrsta leik gegn Val á sunnudag.

Hafþór hefur ekki átt fast sæti í liði FH í sumar og einungis leikið tvo leiki í Pepsi-deildinni.

Í fyrra var þessi 22 ára gamli leikmaður á láni hjá KA þar sem hann spilaði 19 leiki í fyrstu deildinni.

Selfyssingar hafa verið í leit að miðverði þar sem fyrirliðinn Stefán Ragnar Guðlaugsson er frá keppni vegna meiðsla þessa dagana sem og Agnar Bragi Magnússon sem verður ekkert meira með í sumar.
Athugasemdir
banner
banner