Selfoss er að fá varnarmanninn Hafþór Þrastarson á láni frá FH út tímabilið en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net í dag.
Líklegt er að gengið verði frá lánssamningum á morgun og því gæti Hafþór mögulega leikið sinn fyrsta leik gegn Val á sunnudag.
Líklegt er að gengið verði frá lánssamningum á morgun og því gæti Hafþór mögulega leikið sinn fyrsta leik gegn Val á sunnudag.
Hafþór hefur ekki átt fast sæti í liði FH í sumar og einungis leikið tvo leiki í Pepsi-deildinni.
Í fyrra var þessi 22 ára gamli leikmaður á láni hjá KA þar sem hann spilaði 19 leiki í fyrstu deildinni.
Selfyssingar hafa verið í leit að miðverði þar sem fyrirliðinn Stefán Ragnar Guðlaugsson er frá keppni vegna meiðsla þessa dagana sem og Agnar Bragi Magnússon sem verður ekkert meira með í sumar.
Athugasemdir