Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 28. júlí 2012 20:52
Magnús Már Einarsson
Heimild: Úrslit.net 
3.deild - Úrslit dagsins: Snæfell skoraði
Einherji fagnar sigrinum á Álftnesingum.
Einherji fagnar sigrinum á Álftnesingum.
Mynd: Jósep H Jósepsson
Páll Margeir Sveinsson þjálfari Snæfellinga gat glaðst eftir að liðið skoraði sitt fyrsta mark í sumar.
Páll Margeir Sveinsson þjálfari Snæfellinga gat glaðst eftir að liðið skoraði sitt fyrsta mark í sumar.
Mynd: Þorsteinn Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson skoraði tvö fyrir KH.
Einar Óli Þorvarðarson skoraði tvö fyrir KH.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Fimm leikir fóru fram í þriðju deild karla í dag. Snæfell skoraði sitt fyrsta mark í sumar í 5-1 tapi gegn Þrótti Vogum á heimavelli en liðið er nú með markatöluna 1-133 eftir ellefu leiki.

Hlynur Valsson, vallarþulur á KR-velli, skoraði mark Snæfellinga en hann er einn af nokkrum leikmönnum sem liðið fékk til sín frá KV á dögunum.

Í A riðli komst Sindri á toppinn með 9-1 stórsigri á Stál-Úlfi þar sem gamla kempan Sinisa Valdimar Kekic skoraði eitt af mörkunum. Magnamenn styrktu stöðu sína á toppi B riðils með 9-0 stórsigri á Afríku.

KH sigraði topplið Huginn óvænt 3-1 á útivelli í D riðli. Seyðfirðingar hafa núna tapað þremur leikjum í röð eftir að hafa verið taplausir í fyrstu átta leikjunum. Einherji sigraði Álftanes einnig í D riðli og er nú tveimur stigum á eftir Augnablik og fimm stigum á eftir Huginn sem er áfram á toppnum.

A riðill:

Sindri 9 - 1 Stál-úlfur
1-0 Fijad Mehanovic ('4)
2-0 Halldór Steinar Kristjánsson ('5)
3-0 Þorsteinn Jóhannsson ('16)
4-0 Sinisa Kekic ('20)
5-0 Kristinn Þór Guðlaugsson ('47)
6-0 Atli Haraldsson ('53)
6-1 Rui Pedro De Jesus Pereira ('75)
7-0 Kristinn Þór Guðlaugsson ('75)
8-1 Sindri Örn Elvarsson ('86)
9-1 Kristinn Þór Guðlaugsson ('94)

B riðill:

Afríka 0 - 9 Magni
0-1 Hreggviður H. Gunnarsson
0-2 Kristján Steinn Magnússon
0-3 Lars Óli Jessen
0-4 Hreggviður H. Gunnarsson
0-5 Lars Óli Jessen
0-6 Sinisa Pavlica
0-7 Davíð Jón Stefánsson
0-8 Kristján Sindri Gunnarsson
0-9 Markaskorara vantar

C riðill:

Snæfell 1 - 5 Þróttur Vogum
1-0 Hlynur Valsson
1-1 Markaskorara vantar
1-2 Markaskorara vantar
1-3 Markaskorara vantar
1-4 Markaskorara vantar
1-5 Markaskorara vantar

D riðill:

Huginn 1 - 3 KH
0-1 Einar Óli Þorvarðarson
0-2 Hallur Kristján Ásgeirsson
0-3 Einar Óli Þorvarðarson
1-3 Markaskorara vantar

Einherji 3 - 1 Álftanes
0-1 Andri Janusson ('26)
1-1 Símon Svavarsson ('43)
2-1 Sigurður Donys Sigurðsson ('86)
3-1 Daði Petersson ('88)
Athugasemdir
banner
banner
banner