Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   sun 29. júlí 2012 19:42
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Vonumst til að vera á meðal fjögurra efstu
Ólafur á hliðarlínunni í gær.
Ólafur á hliðarlínunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Ég er mjög ánægður með liðið. Við vörðumst vel, sköpuðum færi og nýttum eitt en ég hefði kannski viljað sjá annað detta," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-0 sigur liðsins á ÍBV í Pepsi-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 ÍBV

,,Við vonumst til þess að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur sem er að vera á meðal þeirra fjögurra efstu. Vonandi höldum við áfram að eiga möguleika á því," sagði Ólafur en Blikar eru nú í 6. sæti, stigi á eftir ÍBV í 4. sætinu.

Danski framherinn Nichlas Rohde skoraði eina markið og átti góðan leik og þá kom Ben Everson einnig sprækur inn í sínum fyrsta leik.

,,Þeir eru búnir að vera á fáum æfingum og það sem ég ætlaðist til af þeim var að fara inn, finna lyktina af þessu og sjá hvað við erum að gera og mér fannst þeir gera það vel."

Þórður Steinar Hreiðarsson átti góðan leik í hjarta varnarinnar í dag í fjarveru Sverris Ingasonar sem var í leikbanni.

,,Þórður er búinn að reynast okkur hrikalega dýrmætur að leysa báðar stöður sem bakvörður og miðvörður. Hann er liðsmaður af bestu gerð og það er ekkert mál þó einn detti þarna út."

Petar Rnkovic var ekki í leikmannahópi Breiðabliks annan leikinn í röð en orðrómur hefur verið um að hann sé á förum frá félaginu.

,,Rnkovic mætir á æfingu á morgun. Ég hef ekkert um það að segja því að ég þekki að ekki ef svo er. Hann er hluti af hópnum hjá okkur, æfir og gerir það vel."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner