Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
   sun 29. júlí 2012 19:42
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Vonumst til að vera á meðal fjögurra efstu
Ólafur á hliðarlínunni í gær.
Ólafur á hliðarlínunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Ég er mjög ánægður með liðið. Við vörðumst vel, sköpuðum færi og nýttum eitt en ég hefði kannski viljað sjá annað detta," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-0 sigur liðsins á ÍBV í Pepsi-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 ÍBV

,,Við vonumst til þess að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur sem er að vera á meðal þeirra fjögurra efstu. Vonandi höldum við áfram að eiga möguleika á því," sagði Ólafur en Blikar eru nú í 6. sæti, stigi á eftir ÍBV í 4. sætinu.

Danski framherinn Nichlas Rohde skoraði eina markið og átti góðan leik og þá kom Ben Everson einnig sprækur inn í sínum fyrsta leik.

,,Þeir eru búnir að vera á fáum æfingum og það sem ég ætlaðist til af þeim var að fara inn, finna lyktina af þessu og sjá hvað við erum að gera og mér fannst þeir gera það vel."

Þórður Steinar Hreiðarsson átti góðan leik í hjarta varnarinnar í dag í fjarveru Sverris Ingasonar sem var í leikbanni.

,,Þórður er búinn að reynast okkur hrikalega dýrmætur að leysa báðar stöður sem bakvörður og miðvörður. Hann er liðsmaður af bestu gerð og það er ekkert mál þó einn detti þarna út."

Petar Rnkovic var ekki í leikmannahópi Breiðabliks annan leikinn í röð en orðrómur hefur verið um að hann sé á förum frá félaginu.

,,Rnkovic mætir á æfingu á morgun. Ég hef ekkert um það að segja því að ég þekki að ekki ef svo er. Hann er hluti af hópnum hjá okkur, æfir og gerir það vel."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner