Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   sun 29. júlí 2012 19:42
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Vonumst til að vera á meðal fjögurra efstu
Ólafur á hliðarlínunni í gær.
Ólafur á hliðarlínunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Ég er mjög ánægður með liðið. Við vörðumst vel, sköpuðum færi og nýttum eitt en ég hefði kannski viljað sjá annað detta," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-0 sigur liðsins á ÍBV í Pepsi-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 ÍBV

,,Við vonumst til þess að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur sem er að vera á meðal þeirra fjögurra efstu. Vonandi höldum við áfram að eiga möguleika á því," sagði Ólafur en Blikar eru nú í 6. sæti, stigi á eftir ÍBV í 4. sætinu.

Danski framherinn Nichlas Rohde skoraði eina markið og átti góðan leik og þá kom Ben Everson einnig sprækur inn í sínum fyrsta leik.

,,Þeir eru búnir að vera á fáum æfingum og það sem ég ætlaðist til af þeim var að fara inn, finna lyktina af þessu og sjá hvað við erum að gera og mér fannst þeir gera það vel."

Þórður Steinar Hreiðarsson átti góðan leik í hjarta varnarinnar í dag í fjarveru Sverris Ingasonar sem var í leikbanni.

,,Þórður er búinn að reynast okkur hrikalega dýrmætur að leysa báðar stöður sem bakvörður og miðvörður. Hann er liðsmaður af bestu gerð og það er ekkert mál þó einn detti þarna út."

Petar Rnkovic var ekki í leikmannahópi Breiðabliks annan leikinn í röð en orðrómur hefur verið um að hann sé á förum frá félaginu.

,,Rnkovic mætir á æfingu á morgun. Ég hef ekkert um það að segja því að ég þekki að ekki ef svo er. Hann er hluti af hópnum hjá okkur, æfir og gerir það vel."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner