Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   mán 30. júlí 2012 18:43
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham og Liverpool komust að samkomulagi um Carroll
West Ham og Liverpool hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Andy Carroll, samkvæmt breska miðlinum BBC.

Samkomulagið hljóðar svo að Carroll fer til West Ham á eins árs lánssamning sem Hamrarnir þurfa að greiða tvær milljónir punda fyrir.

Þegar lánssamningnum lýkur þá getur West Ham keypt Carroll fyrir sautján milljónir, svo lengi sem liðið heldur sér í Úrvalsdeildinni.

Það er þó talið að Carroll vilji ekki fara frá Liverpool og það gæti skemmt fyrir nýliðum West Ham.

Carroll kom til Liverpool fyrir 35 milljónir punda í janúar 2011 en Liverpool er nýbúið að hafna tilboði Newcastle í leikmanninn.
Athugasemdir