Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 01. ágúst 2012 23:05
Magnús Valur Böðvarsson
Umfjöllun: Sannfærandi KV sigur í Kópavoginum
KV menn með sannfærandi sigur á liði HK
KV menn með sannfærandi sigur á liði HK
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
HK 1 - 4 KV
0-1 Gunnar Kristjánsson (22')
1-1 Sölvi Víðisson (41')
1-2 Davíð Birgisson (51')
1-3 Einar Már Þórisson (68')
1-4 Sjálfsmark (74')

HK og KV áttust við í toppslag 2.deildar á Kópavogsvelli í kvöld og hefði heimamenn geta jafnað KV að stigum á toppi deildarinnar með sigri. Gestirnir voru hinsvegar ekki á þeim buxunum að gefa toppsætið eftir og mættu ákveðnir til leiks.

Liðin voru mikið að þreyfa fyrir sér á upphafsmínútunum en fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 22.mínútu þegar Gunnar Kristjánsson fékk boltann á miðjum vallarhelmingi HK, hann hristi af sér tvo varnarmenn og skaut föstu vinstrifótarskoti í hægra hornið. Glæsilegt mark.

HK hefði átt að jafna metin fimm mínútum síðar þegar Birgir Magnússon, Farid Zato Arouna og Jóhann Andri Kristjánsson hefðu allir getað potað boltanum yfir marklínuna eftir mikinn darraðardans inní vítateig KV en Atli Jónasson náði að koma höndum á boltann.

Gestirnir fengu kjörið tækifæri til að auka forystu sína þegar þeir fengu dæmda vítaspyrnu eftir að Jón Kári Eldon lék boltanum inní teig, svo virtist sem Beitir Ólafsson markvörður hefði haft hendur á boltanum þegar Jón Kári nær honum úr höndum hans og fellur svo í teignum. Virkilega vafasamur dómur en það kom ekki að sök þar sem Beitir varði vítaspyrnu Jökuls Elísabetarsonar alveg út við horn.

KV menn voru áfram beittari aðilinn en það voru HK menn sem náðu að jafna metin fyrir hálfleik. Birgir Magnússon átti þá góða sendingu á Farid Zato Arouna sem sendi boltann fyrir á Sölva Víðisson sem lúrði á fjærstönginni og sendi boltann í netið. Hálfleikstölur því 1-1

Í síðari hálfleik settu KV menn í fimmta gír og gjörsamlega yfirspiluðu heimamenn í HK. Davíð Birgisson skoraði fallegt mark þegar góð pressa skilaði árangri og hann komst inní sendingu varnarmanns rakti boltann inní vítateiginn og smurði boltann í fjærhornið, virkilega vel gert hjá Davíð.

KV menn héldu pressunni áfram og fengu tvö góð tækifæri til að bæta við en þeim brást bogalistinn. Áfram héldu gestirnir og uppskáru þriðja markið en þá fékk Einar Már Þórisson stungusendingu innfyrir vörn HK og afgreiddi boltann snyrtilega í markið og forysta gestanna afar verðskulduð.

KV menn ráku svo seinasta naglann í kistu heimamanna þegar Einar Már var kominn í gottfæri í vítateig HK. Fyrirliðinn Bjarki Már Sigvaldason reyndi að bjarga og kom tánni í boltann sem fór einfaldlega framhjá Beiti í markinu og í stöngina og inn. Smám saman fjaraði leikurinn út og endaði með öruggum KV sigri sem eru einfaldlega verðskuldað á toppnum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner