Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
banner
   fim 16. ágúst 2012 17:52
Elvar Geir Magnússon
Assaidi gengur til liðs við Liverpool - Á leið í læknisskoðun
Vængmaðurinn Oussama Assaidi er á leið til Liverpool frá hollenska félaginu Heerenveen. Þetta hefur Liverpool staðfest.

Assaidi er 24 ára landsliðsmaður frá Marokkó en hann er á leið í læknisskoðun á Melwood, æfingasvæði Liverpool.

Hann hefur skorað 20 mörk í 68 leikjum fyrir Heerenveen.

Hann hefur spilað 22 landsleiki fyrir Marokkó síðan hann spilaði sinn fyrsta landsleik í febrúar 2011.
Athugasemdir
banner
banner
banner