Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   fim 16. ágúst 2012 18:22
Elvar Geir Magnússon
Alfreð Finnbogason í Heerenveen (Staðfest)
Alfreð (til vinstri) á varamannabekk Íslands í gær.
Alfreð (til vinstri) á varamannabekk Íslands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason hefur skrifað undir þriggja ára samning við hollenska úrvalsdeildarliðið Heerenveen en frá þessu er greint á vefsíðu Heerenveen.

Þessi 23 ára framherji kemur frá Lokeren í Belgíu en Heerenveen hafnaði í fimmta sæti hollensku deildarinnar á síðasta tímabili.

Alfreð hefur farið á kostum með sænska liðinu Helsingborg þar sem hann spilaði á lánssamningi. Útlit var fyrir að hann myndi alfarið fara til Helsingborg en skyndilega tóku málin þessa óvæntu stefnu.

Goðsögnin Marco van Basten er þjálfari Heerenveen.

Alfreð er þriðji Íslendingurinn í hollensku úrvalsdeildinni en þar leika einnig Kolbeinn Sigþórsson hjá Ajax og Jóhann Berg Guðmundsson hjá AZ Alkmaar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner