
Stjarnan 1 - 2 KR
1-0 Garðar Jóhannsson ('6)
1-1 Gary Martin ('32)
1-2 Baldur Sigurðsson ('84)
1-0 Garðar Jóhannsson ('6)
1-1 Gary Martin ('32)
1-2 Baldur Sigurðsson ('84)
KR lagði Stjörnuna í dramatískum úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli þar sem Stjörnumenn klúðruðu meðal annars vítaspyrnu í fyrri hálfleik.
Garðar Jóhannsson kom Stjörnunni yfir snemma í fyrri hálfleik og Gary Martin jafnaði tæplega hálftíma síðar.
Bæði lið fengu góð færi í hálfleiknum en undir lok hálfleiksins fékk KR dauðafæri sem fór forgörðum og Stjörnumenn fengu vítaspyrnu sem var misnotuð.
Í síðari hálfleik skoraði Baldur Sigurðsson sigurmarkið þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og tryggði KR-ingum bikarinn.
Athugasemdir