„Þessi leikur tapaðist alfarið upp í hausnum á okkur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-2 tap gegn Fram í kvöld.
Lestu um leikinn: Fram 3 - 2 Breiðablik
„Við lendum undir. Þeir nýttu sitt færi en við nýttum ekki það sem við fengum okkur. Við náðum að jafna og töluðum um í hálfleik hvað við gætum gert betur. Svo komumst við yfir en höfum ekki andlegan né líkamlegan styrk til að láta kné fylgja kviði."
„Við fengum það sem við áttum skilið. Framarar voru grimmari. Annað markið var skelfilega slakur varnarleikur og eitthvað sem ég vil alls ekki sjá."
Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, varði nokkrum sinnum frábærlega í fyrri hálfleik.
„Hann varði það sem kom á markið í fyrri hálfleiknum. Það þarf víst að koma tuðrunni framhjá þessum andskotum í markinu."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir