Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 30. ágúst 2012 09:00
Magnús Már Einarsson
Hin Hliðin - Gary Martin (KR)
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Gary Martin hefur verið mikið í umræðunni í sumar en hann gekk í júlí til liðs við KR frá ÍA. Þessi enski framherji sýnir á sér hina hliðina hér á Fótbolta.net í dag.

Fullt nafn: Gary John Martin

Aldur: 21

Giftur / sambúð: Í sambandi
Börn: Ekki ennþá

Kvöldmatur í gær: Nautasteik á American Style og kartafla

Uppáhalds matsölustaður: American Style og Serrano

Hvernig bíl áttu: Er ekki kominn með bílpróf ennþá sem er svolítið vandræðalegt haha. Þegar ég verð vonandi búinn að ná bílprófinu í Englandi í vetur þá er það Golf GTI

Besti sjónvarpsþáttur: Hvar á ég að byrja....Lost, 24, Breaking bad, Prison Break og Entourage sem er sá besti

Uppáhalds tónlistarmenn: Jay Z / Kayne
Uppáhalds skemmtistaður: Á Íslandi er það B5

Frægasti vinur þinn á Facebook: Adam Johnson leikmaður Sunderland og fyrrum leikmaður Manchester City. James Morrison í West Brom

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Það var frá Orange, símafyrirtækinu mínu, og í því stóð að símreikningurinn hefði verið mjög hár í síðasta mánuði.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ibrahimovic í Selfridges í London

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Það er Daníel Laxdal

Sætasti sigurinn: Sigurinn gegn ÍA var sá sætasti, 2-0 í fyrsta heimaleik mínum á KR-velli. Það var líka sætt að vinna FH 3-1 á útivelli eftir að hafa tapað 7-2 fyrir þeim fyrr á tímabilinu. Mér fannst eins og ég hefði verið stunginn eftir þann leik svo það var góð tilfinning að vinna þá.

Mestu vonbrigðin: Að tapa í bikarkeppni unglingaliða gegn Swindon á útivelli. Þetta eru stærstu leikirnir sem þú getur spilað í unglingaliði á Englandi og miðað við liðið sem við vorum með þá hefðum við átt að fara mun lengra en í þriðju umferð.

Uppáhalds lið í enska: Man United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Halldór Orri

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Ég myndi reyna að lengja tímabilið eða láta undanúrslitin í bikarnum vera tvo leiki, heima og að heiman til að gera þetta sanngjarnara fyrir bæði lið.

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins: Emil Atlason

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni: Það hlýtur að vera Bjössi, Björn Jónsson

Fallegasta knattspyrnukonan: Anna Garðarsdóttir

Uppáhalds staður á Íslandi: Nammiland

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég var að spila með unglingaliði Middlesbrough gegn Crewe hafði dómarinn ekki dæmt nokkrar ákvarðanir mér í hag og í kjölfarið varð ég fyrir ljótri tæklingu. Hann gerði ekkert svo ég spurði dómarann hvort hann væri á eiturlyfjum. Dómarinn labbaði þá til þjálfarans og sagði ef að einhver leikmaður myndi aftur spyrja hvort hann væri á eiturlyfjum þá myndi hann reka þann leikmann út af. Allir á bekknum fóru að hlægja og ég var tekinn út af 20 sekúndum seinna. Þegar maður horfir til baka þá er þetta fyndið en það er ekki skrýtið að ég hafi verið látinn fara frá félaginu síðar á þessu tímabili haha !!

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ég spilaði fyrsta aðalliðsleik minn með Middlesbrough í æfingaleik á útivelli gegn Oldham. Kom inn á fyrir Adam Johnson.

Besta við að æfa fótbolta: Að gera það sem þú elskar á hverjum degi, vera hluti af liði þar sem allir vilja vinna eitthvað og þegar þú vinnur eitthvað að njóta þess með hópnum.

Hvenær vaknarðu á daginn: Vanalega í kringum 11:30

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, Tennis og líka Formula 1

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik: FH - Breiðablik, annar leikurinn í fyrra. FH vann 4-1 held ég

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Vapor

Vandræðalegasta augnablik: Það var markatafla í búningsklefanum þegar ég var hjá Middlesbrough. Aðalliðið átti leik gegn Manchester United á heimavelli og við í unglingaliðinu lögðum allir 2 pund í pott og tippuðum á úrslitin og hver myndi skora fyrst. Allir strákarnir sögðu 1-0 eða 2-1 sigur, 1-1 jafntefli eða 1-0 tap. Ég er mikill stuðningsmaður Man United svo ég sagði 3-0 og að Giggs myndi skora fyrst.

Stjórinn og leikmennirnir í aðalliðinu sáu þetta síðan. Fyrir æfingu kallaði Gareth Southgate mig inn í fundarherbergi þar sem allir leikmennirnir í aðalliðinu voru mættir. Stewart Downing sagði við mig að strákarnir vildu vita af hverju ég tippaði á að þeir myndu tapa 3-0 á morgun. Ég varð eldrauður og vissi ekki hvað ég átti að segja. Ég var 17 ára og átti að útskýra af hverju þeir myndu tapa 3-0 gegn Man United þegar þeir voru nálægt botninum í úrvalsdeildinni, ég var frekar hræddur !!

Skilaboð til Lars Lagerback: Láta Hannes spila alla leiki

Viltu opinbera leyndarmál að lokum: Atli Sigurjónsson hlustar á óperu
Athugasemdir
banner
banner