Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 01. september 2012 16:48
Daníel Freyr Jónsson
Didier Drogba farinn frá Kína
DIdier Drogba.
DIdier Drogba.
Mynd: Getty Images
Shanghai Shenghua hefur rift samningnum við framherjann Didier Drogba eftir stutta dvöl hans hjá félaginu.

Drogba gekk í raðir félagsins í sumar á frjásri sölu eftir langa og sigursæla dvöl hjá Evrópumeisturum Chelsea. Þar hitti hann fyrir sinn gamla samherja, Nicolas Anelka.

Hjá Shenghua fékk Fílabeinstrendingurinn himinhá laun. Nú er í gangi mikil valdabarátta innan félagsins sem hefur komið félaginu í talsverð vandræði fjárhagslega séð, en fjármagnsflæði inn í félagið er svo til ekkert eins og er.

Félagið hefur því neyðst til að rifta samningi Drogba og eru allar líkur á að hann komi aftur til Evrópu.

Tottenham og Manchester City gætu verið áhugasöm um leikmanninn, en líklegast er þó að Real Madrid verði næsti áfangastaður hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner