Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   sun 02. september 2012 18:44
Sebastían Sævarsson Meyer
Rodgers sér eftir að hafa leyft Carroll að fara
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, sér eftir því að hafa lánað Andy Carroll til West Ham út tímabilið.

Rodgers segir að hann hefði ekki leyft Carroll að fara ef hann hefði vitað að félagið myndi ekki takast að fá leikmann í staðinn. Þá fóru Charlie Adam og Jay Spearing einnig frá félaginu á lokadegi félagaskiptagluggans.

Liverpool tókst ekki að fylla í skörðin en félagið var lengi á eftir Clint Dempsey og reyndi einnig að fá Daniel Sturridge á láni frá Chelsea.

Liverpool náði aldrei samkomulagi um kaupverð við Fulham um Demspey og gekk leikmaðurinn á endanum í raðir Tottenham á meðan Sturridge hafði engan áhuga á að vera lánaður.

Nú þegar félagaskiptaglugginn er lokaður hefur Michael Owen verið orðaður við endurkomu til Liverpool, en hann er án félags. Þá getur Liverpool hvenær sem er kallað á Andy Carroll tilbaka frá West Ham.

,,Hvaða leikmaður sem er getur styrkt hópinn. Við erum með alltof litlan hóp með nokkra unga leikmenn svo ég get ekki neitað neinum," sagði Rodgers.

,,Við vissum að við yrðum að fá liðssauka til að hjálpa leikmönnunum en tækifærið er farið svo ég get ekkert gert."
Athugasemdir
banner
banner
banner