Heimild: Heimasíða Leiknis
Leiknir R. hefur ákveðið að segja Willum Þór Þórssyni upp störfum en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Willum Þór tók við Leikni síðastliðið haust en gengi liðsins í sumar hefur verið fyrir neðan væntingar.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net mun Gunnar Einarsson taka við liðinu og stýra því í síðustu þremur umferðunum í fyrstu deildinni.
Gunnar hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari hjá Leikni í sumar en hann hefur leikið með liðinu frá því árið 2009.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net mun Gunnar Einarsson taka við liðinu og stýra því í síðustu þremur umferðunum í fyrstu deildinni.
Gunnar hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari hjá Leikni í sumar en hann hefur leikið með liðinu frá því árið 2009.
Leiknir R. situr í næstneðsta sæti fyrstu deildar karla en liðið er fimm stigum á eftir Hetti og sex stigum á eftir BÍ/Bolungarvík.
Næsti leikur Leiknismanna er gegn BÍ/Bolungarvík á heimavelli á laugardag. Liðið mætir Hetti síðan í næstsíðustu umferðinni og botnliði ÍR á heimavelli í lokaumferðinni 22. september.
Yfirlýsing Leiknis R.:
Stjórn íþróttafélagsins Leiknis hefur ákveðið að binda enda á samstarf Willums Þórs Þórssonar og félagsins. Willum var ráðinn til félagsins síðastliðið haust og hefur allan þann tíma komið fram af fagmennsku, metnaði og lagt sig allan í verkefnið.
Væntingar fyrir sumarið voru þónokkrar en ljóst er að árangurinn er ekki í samræmi við væntingar stjórnar, stuðningsmanna og þjálfara.
Willum Þór er þakkað framlag sitt til félagsins og honum óskað velfarnaðar bæði í leik og starfi í framtíðinni.
Athugasemdir