,,Það er frekja að halda að maður geti unnið, 5, 6, 7 eða 8-0 þó að staðan sé 4-0 í hálfleik," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-2 sigur liðsins á Grindavík í kvöld.
Blikar leiddu 4-0 í hálfleik en heimamenn náðu að klóra í bakkann í þeim síðari.
,,Það er kúnst að vera 4-0 yfir og bæta við. Það þarf ákveðna reynslu og klókidni í það og við höfum kannski ekki þá reynslu ennþá."
,,Það sem skipti mestu máli var að spila fínan leik, skora fjögur mörk og ná í þrjú stig og það safnast í sarpinn."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir