Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 04. september 2012 16:52
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Eiður Smári skoðar aðstæður hjá Seattle Sounders
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen mun æfa næstu daga með Seattle Sounders sem leikur í bandarísku MLS-deildinni. Þetta kemur fram á vefsíðunni 433.is.

„Þetta er búið að vera í gangi í smá tíma, ég ákvað að skella mér á þetta. Ég er ekki búinn að lofa neinu áður en ég kem þangað, ég fer bara og hitti fólk hjá klúbbnum," segir Eiður í samtali við síðuna.

Framtíð Eiðs, sem er 34 ára, hefur verið í óvissu síðan hann yfirgaf AEK Aþenu en hann er samningslaus og í leit að félagi.

„Ég hef ekki hugmynd um hversu sterk MLS-deildin er, ég hef ekki fylgst það mikið með henni. Hún hefur samt verið að sækja í sig veðrið."

Seattle Sounders var stofnað í lok árs 2007 og er eitt vinsælasta félag MLS-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner