Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 05. september 2012 13:15
Elvar Geir Magnússon
Ísland upp um tólf sæti á FIFA-listanum
Lars Lagerback að ræða við Rúrik Gíslason.
Lars Lagerback að ræða við Rúrik Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er í 118. sæti á styrkleikalista FIFA sem opinberaður var í morgun. Ísland náði að klífa upp um tólf sæti eftir sigurinn gegn Færeyjum.

Það var fyrsti sigur Íslands undir stjórn Lars Lagerback.

Ísland leikur gegn Noregi á föstudag en Noregur er í 34. sæti listans og fóru niður um níu sæti frá síðasta mánuði. Kýpur, mótherji Íslands á þriðjudag, er í 135. sæti á listanum, 17 sætum neðar en Ísland.

Aðeins ein breyting varð á röðun tíu efstu á listanum, Portúgal og Úrúgvæ höfðu sætaskipti þegar Portúgal fór upp í fjórða sæti. Spánverjar eru efstir, Þýskaland í öðru og England í þriðja.
Athugasemdir
banner
banner
banner