lau 08. september 2012 16:03
Elvar Geir Magnússon
1. deild: Ólafsvík með annan fótinn í Pepsi-deild en ÍR fallið
Leiknir opnaði botnbaráttuna upp á gátt
Mynd: Björn Ingvarsson
20. umferð 1. deild karla lauk í dag með þremur leikjum. Aðeins tvær umferðir eru nú eftir af deildinni.

Víkingur Ólafsvík vann 1-0 sigur á ÍR. Þar með er ljóst að ÍR-ingar eru fallnir úr deildinni og munu leika í 2. deild á næsta tímabili.

Ólafsvíkingar eru komnir með annan fótinn upp í Pepsi-deildina en KA-menn eiga enn von um að fylgja Þórsurum upp. Í næstu umferð taka þeir á móti Víkingum og ef KA vinnur ekki þann leik fara Víkingar upp.

Leiknismenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur á BÍ/Bolungarvík. Djúpmenn hefðu getað tryggt sæti sitt með sigri en þessi úrslit opna botnbaráttuna upp á gátt. Leiknir, Höttur og BÍ/Bolungarvík eru öll í fallhættu fyrir síðustu tvær umferðirnar.

Leiknir er í fallsæti tveimur stigum á eftir Hetti en þessi lið mætast um næstu helgi.

Leiknir 2 - 1 BÍ/Bolungarvík
1-0 Hilmar Árni Halldórsson ('44)
2-0 Óttar Bjarni Guðmundsson ('46)
2-1 Alexander Veigar Þórarinsson ('82)

Víkingur Ólafsvík 1 - 0 ÍR
1-0 Guðmundur Magnússon ('35)

Þróttur 0 - 1 Víkingur R.
0-1 Viktor Jónsson ('19)
Athugasemdir
banner
banner
banner