Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   lau 15. september 2012 17:21
Hafliði Breiðfjörð
Dragan um næsta leik: Þetta er úrslitaleikur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,Þetta tókst ekki en við fengum færi til að gera það, þrisvar fjórum sinnum einn gegn markmanni en við náum ekki að skora og leikurinn tapast," sagði Dragan Stojanovic þjálfari Völsungs eftir 1-0 tap gegn HK í Kópavogi í dag en jafntefli hefði tryggt Völsungi sæti í 1. deild og sigur hefði tryggt þeim sigur í deildini.

,,Mér fannst þetta góður leikur hjá báðum liðum. Þetta eru bæði góð fótboltalið og við spiluðum fínan taktískan leik og lokuðum vel. Við vissum alveg að HK er með fínan hraða frammi. Við gerðum þetta mjög vel en það eina sem vantaði var að skora í dag. Við áttum nóg af færum til að gera það en skorum ekki. við verðum að fara yfir þetta betur eftir helgi."

Völsungur mætir Njarðvík í lokaumferðinni á heimavelli og þar verða þeir að reyna að sækja þetta stig sem vantar til að komast upp.

,,Það er allaf erfitt þegar lið vantar eitt stig til að klára eins og við í dag. Það er alltaf hættulegt, en við verðum að gera betur heima um næstu helgi."

,,Þetta er úrslitaleikur og við verðum að fara vel yfir næstu viku og undirbúa okkur í þennan leik. Ég trúi ekki öðru en að við getum klárað þann leik."

Það skorti ekki stuðninginn hjá Völsungi því mikill fjöldi Húsvíkinga varí stúkunni á Kópavogsvelli og studdi liðið.

,,Það er gaman að sjá svona marga Völsunga koma að horfa á leikinn í dag. Það var mjög skemmtilegt að hlusta á stuðninginn úr stúkunni allan seinni hálfleikinn en við náðum ekki að klára leikinn í dag. En við ætlum að reyna að gera það um næstu helgi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner