Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 15. september 2012 21:30
Daníel Freyr Jónsson
Man Utd fordæmir söngva stuðningsmanna
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur fordæmt framkomu ákveðins hóps af stuðningsmönnum liðsins sem sungu ljóta söngva tengda Hillsborough slysinu í leik liðsins gegn Wigan í dag.

Lítill hópur stuðningsmannanna fór að syngja níðsöngva í garð Liverpool og sungu texta tengda slysinu, en þessi hræðilegi atburður var mikið í fjölmiðlum þessa vikuna eftir að svört skýrsla kom út um málið.

Þar voru stuðningsmenn Liverpool hreinsaðir af sökum um að vera valdir af slysinu og lögreglan sökuð um slæm afglöp og yfirhylmingu.

Sir Alex Ferguson, stjóri United, steig fram í gær og sagðist vilja koma á betra sambandi á milli stuðningsmanna félagana beggja eftir marga hatrammar viðureignir á liðnum árum og áratugum.

Hann setti þar skýr skilaboð um stefnu félagsins í þessu máli, en einstaka stuðningsmenn virðast ekki taka við þeim.
Athugasemdir
banner
banner