Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. september 2012 12:13
Magnús Már Einarsson
Jón Gunnar spurði: Ertu þroskaheftur?
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
Jón Gunnar Eysteinsson, leikmaður Fram, fékk að líta rauða spjaldið fyrir munnsöfnuð eftir 70 minútur í 5-0 tapi liðsins gegn Keflavík í gær. Jón Gunnar lét Jóhann Gunnar Guðmundsson aðstoðardómara heyra það eftir að Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði þriðja mark Keflvíkinga.

,,Ég spurði hann að því hvort hann væri þroskaheftur. Ég veit að ég á ekki að segja þetta en í hita leiksins segir maður ýmislegt," sagði Jón Gunnar við Fótbolta.net í dag en hann var ósáttur við rauða spjaldið.

,,Ég held að ég hefði getað sagt þetta við hvern sem er nema þennan línuvörð, hann er frekar viðkvæmur. Ef ég hefði sagt þetta við Gunnar (Jarl Jónsson, dómara leiksins) þá hefði hann örugglega sleppt mér með gult."

Jón Gunnar var afar ósáttur við að Jóhann Gunnar skuli ekki hafa dæmt rangstöðu á Magnús Sverri.

,,Ég er ekki búinn að sjá þetta betur í sjónvarpi en mér fannst hann vera bullandi rangstæður. Um leið og ég sagði þetta við hann (Jóhann) sagði hann við Gunnar í kallkerfið að reka mig út af."

Jón Gunnar mun núna taka út leikbann þegar Framarar mæta Stjörnunni á fimmtudagskvöld. ,,Það er hrikalega leiðinlegt, sérstaklega af því að Alan (Löwing) fékk líka rautt og Hlynur (Atli Magnússon) er meiddur en vonandi náum við í stig þar."
Athugasemdir