Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 18. september 2012 11:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: Soccernet 
Samid Yesil verður í hóp hjá Liverpool á fimmtudag
Mynd: Liverpool FC
Þýski framherinn ungi Samed Yesil verður í leikmannahópi Liverpool gegn Young Boys í Evrópudeildinni á fimmtudag.

Þessi 18 ára gamli leikmaður kom til Liverpool frá Bayer Leverkusen áður en félagaskiptaglugginn lokaði um síðustu mánaðarmót.

Brendan Rodgers lítur á Yesil sem framtíðarleikmann en þar sem hann hefur ekki úr mörgum framherjum að velja þessa dagana þá er ljóst að Yesil verður í hóp á fimmtudag.

,,Hann mun koma við sögu í Evrópudeildarleiknum," sagði Rodgers við Liverpool Echo.

,,Ég horfði á hann spila gegn U19 ára liði Englendinga í landsleikjahléinu og þar skoraði hann tvö stórkostleg mörk og lagði upp eitt."
Athugasemdir
banner
banner