Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. september 2012 15:33
Hafliði Breiðfjörð
Björn Kristinn hættur með Selfoss liðið
Björn Kristinn Björnsson.
Björn Kristinn Björnsson.
Mynd: Slava Titov
Björn Kristinn Björnsson sem hefur þjálfað kvennalið félagsins undanfarin tvö ár er hættur með liðið og óljóst hvað tekur við hjá honum.

Björn Kristinn kom liðinu upp í Pepsi-deildina á fyrsta ári og þrátt fyrir hrakspár fyrir tímabilið náði liðið að halda sæti sínu í deildinni og endaði í 8. sæti.

,,Ég er búinn með minn samning og skil sáttur við félagið og þeir sáttir við mig," sagði Björn Kristinn við Fótbolta.net í dag aðspurður um málið.

,,Þeir ætla að gera skipulagsbreytingar hjá sér og hagræða sem er eitthvað sem ég ræð ekki við. Ég kveð mjög sáttur."

,,Mér er búið að líða vel þarna og búinn að vinna með toppfólki. við komumst upp í úrvalsdeildina og héldum okkur uppi þó það hafi verið brekka."
bætti hann við.

,,Selfyssingar geta verið stoltir. Það voru fjögur landsliðssæti á árinu. Ein í U17, tvær í U19 og önnur þeirra var kölluð í A-landsliðshópinn. Ég vona að Selfyssingum vegni vel."

Áður en Björn Kristinn tók við liði Selfoss stýrði hann Fylki í fjögur ár. Þar á undan hafði hann verið aðstoðarþjálfari hjá Breiðablik í tvö ár.

Hann hefur ekki tekið ákvörðun um næstu skref.

,,Ég veit það ekki alveg," sagði hann. ,,Þetta var erfiðara en margur reiknaði með. Við misstum mkið af leikmönnum fyrir tímabilið og það var mikið af meiðslum allt tímabilið. Núna langar mig bara að byrja á að slaka á."
Athugasemdir
banner