Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   mið 19. september 2012 12:41
Elvar Geir Magnússon
Hinn 17 ára Sterling búinn að eignast sitt þriðja barn
Raheem Sterling, einn allra efnilegasti leikmaður Liverpool, varð í morgun faðir í þriðja sinn. Þetta er sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að hann er aðeins sautján ára.

Sterling hefur verið að fá aukin tækifæri með Liverpool en hann hefur leikið með yngri landsliðum Englands.

Hann fæddist þó í Jamaika en flutti til Englands sem flóttamaður með móður sinni fimm ára gamall.

Börnin þrjú á hann með tveimur konum.

Sterling er nú staddur í Sviss þar sem Liverpool keppir á morgun við Young Boys frá Sviss í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner