Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 19. september 2012 14:40
Magnús Már Einarsson
Magnús Gylfason hættur með ÍBV
Dragan Kazic og Ian Jeffs stýra liðinu út tímabilið
Magnús Gylfason.
Magnús Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari ÍBV en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeild félagsins í dag.

Magnús tók við ÍBV síðastliðið haust en hann hefur nú komist að samkomulagi um að hætta með Eyjamenn.

Aðstoðarþjálfarinn Dragan Kazic og miðjumaðurinn Ian Jeffs munu stýra ÍBV í síðustu þremur leikjum tímabilsins.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er síðan líklegt að Hermann Hreiðarsson taki við Eyjamönnum eftir tímabilið.

ÍBV er sem stendur í öðru sæti Pepsi-deildarinnar, með betri markatölu en KR, en liðið mætir Val á morgun.

Fréttatilkynning frá ÍBV:
„Knattspyrnudeild ÍBV og Magnús Gylfason hafa komist að samkomulagi um að Magnús láti af störfum sem þjálfari ÍBV. Knattspyrnudeild ÍBV þakkar Magnúsi og fjölskyldu fyrir vel unnin störf fyrir félagið og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni. Dragan Kazic og Ian Jeffs munu stýra liðinu út tímabilið.“
Athugasemdir
banner
banner
banner