Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
   fim 20. september 2012 19:44
Mist Rúnarsdóttir
Óli Kristjáns: Þetta var „lucky punch“
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
„Við vorum nokkuð saddir í 87 mínútur eða hvað það var en hungrið kom aðeins í restina og það dugði til að ná í punktinn,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafnteflisleik við Fylki í kvöld. Blikar jöfnuðu leikinn á lokamínútu leiksins eftir að Ólafur hafði gert nokkrar breytingar á liði sínu.

„Við tókum ákveðna sénsa og hentum Sverri upp til að fá meiri grimmd þarna fremst. Það tókst, lucky punch.“

Varamenn Breiðabliks frískuðu mikið upp á leik liðsins og Ólafur var ánægður með kraftinn í þeim.

„Þeir komu með ákveðinn kraft. Það var ákveðin deyfð yfir okkur lungann úr leiknum og það var fínn kraftur úr varamönnunum.“

„Mér fannst Fylkisliðið vera grimmara og sterkara svona heilt yfir í leiknum. Við vorum heppnir að vera ekki komnir tvö og þrjú núll undir en það var markmaður sem tók það sem þurfti að taka og svo vorum við nægilega heppnir eða duglegir í restina til að ná í punktinn.“

„Við fengum góð færi sem að við nýttum ekki og það var jafnt á komið með liðunum í því að nýta ekki færin. Þess vegna var þetta svolítið læstur leikur. Eitt, eitt og ég held að Fylkismennirnir séu súrari heldur en við,“
sagði Ólafur meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner