Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   fim 20. september 2012 19:44
Mist Rúnarsdóttir
Óli Kristjáns: Þetta var „lucky punch“
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
„Við vorum nokkuð saddir í 87 mínútur eða hvað það var en hungrið kom aðeins í restina og það dugði til að ná í punktinn,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafnteflisleik við Fylki í kvöld. Blikar jöfnuðu leikinn á lokamínútu leiksins eftir að Ólafur hafði gert nokkrar breytingar á liði sínu.

„Við tókum ákveðna sénsa og hentum Sverri upp til að fá meiri grimmd þarna fremst. Það tókst, lucky punch.“

Varamenn Breiðabliks frískuðu mikið upp á leik liðsins og Ólafur var ánægður með kraftinn í þeim.

„Þeir komu með ákveðinn kraft. Það var ákveðin deyfð yfir okkur lungann úr leiknum og það var fínn kraftur úr varamönnunum.“

„Mér fannst Fylkisliðið vera grimmara og sterkara svona heilt yfir í leiknum. Við vorum heppnir að vera ekki komnir tvö og þrjú núll undir en það var markmaður sem tók það sem þurfti að taka og svo vorum við nægilega heppnir eða duglegir í restina til að ná í punktinn.“

„Við fengum góð færi sem að við nýttum ekki og það var jafnt á komið með liðunum í því að nýta ekki færin. Þess vegna var þetta svolítið læstur leikur. Eitt, eitt og ég held að Fylkismennirnir séu súrari heldur en við,“
sagði Ólafur meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner