Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
   lau 22. september 2012 18:29
Hafliði Breiðfjörð
Lárus Orri: Ég skila þökkum til þjálfara Hamars
Mynd: Guðný Ágústsdóttir
,,Þetta var dramatík í níutíu og eitthvað mínútur," sagði Lárus Orri Sigurðsson þjálfari KF en liðið tryggi sér sæti í 1. deild í kvöld með 2-2 jafntefli við Hamar í Hveragerði.

,,Pumpan er á fullu og maður er að reyna að virka sem rólegur," sagði Lárus Orri ennfremur en mikil spenna var í leiknum eftir að Hamar komst í 2-1 áður en KF jafnaði, fyrst með marki sem var dæmt af og svo með öðru sem fékk að standa.

,,Ég veit ekkert hvað fór fram, það skiptir ekki máli núna. Ég hef aldrei séð svona í fótbolta áður þar sem markið er dæmt og mínútu seinna er það dæmt af útaf tuði í hinu liðinu. Það setur kannski fordæmi fyrir því að það borgar sig að tuða aðeins."

Salih Heimir Porca þjálfari Hamars fór mikinn í viðtali við Fótbolta.net í morgun, gagnrýndi KF og Lárus Orra og sagðist ætla að gera allt til að vinna i dag. En var þetta viðtal ekki bara til að hjálpa Lárusi Orra að mótivera liðið?

,,Að sjálfsögðu og ég skila þökkum til þjálfara Hamars fyrir það. Þetta hangir uppi í klefa út um allt. En ég bjóst við þessu frá honum, ég spilaði á móti honum í gamla daga og þá vældi hann og skældi o ég bjóst ekki við öðru en að hann myndi væla núna."

,,En það er eitt sem mig langar að koma á framfæri. Mér er svosem alveg sama hvað hann segir um mig en hann var að gagnrýna hvernig heimaleikir okkar eru. Mér finnst það rosalega rangt."

,,Það er hellingur af fólki þarna sem er að leggja rosalega mikið á sig til að gera heimaleikina flotta og góða. Við erum með tvo velli, einn á Siglufirði og einn á Ólafsfirði. Við reynum að spila alla leikina okkar á Ólafsfirði. Það voru tveir leikir á Siglufirði í sumar, annar því Ólafsfjarðarvöllur var ekki tilbúinn og hinn útaf því að Nikulásarmótið var í gangi. Þeir lentu á öðrum þessum leik og voru í klefum sem Siglfirðingar hafa notað í 30 ár en voru ekki nógu góðir fyrir Hamar. Ég kom hérna í dag og það var engin mótttökunefnd sem tók á móti mér, og mér er alveg skítsama. Þessi ummæli og þetta viðtal hjá honum dæma sig sjálft og lýsa honum betur en öðru."

Nánar er rætt við Lárus Orra í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner