Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 22. september 2012 18:29
Hafliði Breiðfjörð
Lárus Orri: Ég skila þökkum til þjálfara Hamars
Mynd: Guðný Ágústsdóttir
,,Þetta var dramatík í níutíu og eitthvað mínútur," sagði Lárus Orri Sigurðsson þjálfari KF en liðið tryggi sér sæti í 1. deild í kvöld með 2-2 jafntefli við Hamar í Hveragerði.

,,Pumpan er á fullu og maður er að reyna að virka sem rólegur," sagði Lárus Orri ennfremur en mikil spenna var í leiknum eftir að Hamar komst í 2-1 áður en KF jafnaði, fyrst með marki sem var dæmt af og svo með öðru sem fékk að standa.

,,Ég veit ekkert hvað fór fram, það skiptir ekki máli núna. Ég hef aldrei séð svona í fótbolta áður þar sem markið er dæmt og mínútu seinna er það dæmt af útaf tuði í hinu liðinu. Það setur kannski fordæmi fyrir því að það borgar sig að tuða aðeins."

Salih Heimir Porca þjálfari Hamars fór mikinn í viðtali við Fótbolta.net í morgun, gagnrýndi KF og Lárus Orra og sagðist ætla að gera allt til að vinna i dag. En var þetta viðtal ekki bara til að hjálpa Lárusi Orra að mótivera liðið?

,,Að sjálfsögðu og ég skila þökkum til þjálfara Hamars fyrir það. Þetta hangir uppi í klefa út um allt. En ég bjóst við þessu frá honum, ég spilaði á móti honum í gamla daga og þá vældi hann og skældi o ég bjóst ekki við öðru en að hann myndi væla núna."

,,En það er eitt sem mig langar að koma á framfæri. Mér er svosem alveg sama hvað hann segir um mig en hann var að gagnrýna hvernig heimaleikir okkar eru. Mér finnst það rosalega rangt."

,,Það er hellingur af fólki þarna sem er að leggja rosalega mikið á sig til að gera heimaleikina flotta og góða. Við erum með tvo velli, einn á Siglufirði og einn á Ólafsfirði. Við reynum að spila alla leikina okkar á Ólafsfirði. Það voru tveir leikir á Siglufirði í sumar, annar því Ólafsfjarðarvöllur var ekki tilbúinn og hinn útaf því að Nikulásarmótið var í gangi. Þeir lentu á öðrum þessum leik og voru í klefum sem Siglfirðingar hafa notað í 30 ár en voru ekki nógu góðir fyrir Hamar. Ég kom hérna í dag og það var engin mótttökunefnd sem tók á móti mér, og mér er alveg skítsama. Þessi ummæli og þetta viðtal hjá honum dæma sig sjálft og lýsa honum betur en öðru."

Nánar er rætt við Lárus Orra í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner