Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 22. september 2012 18:29
Hafliði Breiðfjörð
Lárus Orri: Ég skila þökkum til þjálfara Hamars
Mynd: Guðný Ágústsdóttir
,,Þetta var dramatík í níutíu og eitthvað mínútur," sagði Lárus Orri Sigurðsson þjálfari KF en liðið tryggi sér sæti í 1. deild í kvöld með 2-2 jafntefli við Hamar í Hveragerði.

,,Pumpan er á fullu og maður er að reyna að virka sem rólegur," sagði Lárus Orri ennfremur en mikil spenna var í leiknum eftir að Hamar komst í 2-1 áður en KF jafnaði, fyrst með marki sem var dæmt af og svo með öðru sem fékk að standa.

,,Ég veit ekkert hvað fór fram, það skiptir ekki máli núna. Ég hef aldrei séð svona í fótbolta áður þar sem markið er dæmt og mínútu seinna er það dæmt af útaf tuði í hinu liðinu. Það setur kannski fordæmi fyrir því að það borgar sig að tuða aðeins."

Salih Heimir Porca þjálfari Hamars fór mikinn í viðtali við Fótbolta.net í morgun, gagnrýndi KF og Lárus Orra og sagðist ætla að gera allt til að vinna i dag. En var þetta viðtal ekki bara til að hjálpa Lárusi Orra að mótivera liðið?

,,Að sjálfsögðu og ég skila þökkum til þjálfara Hamars fyrir það. Þetta hangir uppi í klefa út um allt. En ég bjóst við þessu frá honum, ég spilaði á móti honum í gamla daga og þá vældi hann og skældi o ég bjóst ekki við öðru en að hann myndi væla núna."

,,En það er eitt sem mig langar að koma á framfæri. Mér er svosem alveg sama hvað hann segir um mig en hann var að gagnrýna hvernig heimaleikir okkar eru. Mér finnst það rosalega rangt."

,,Það er hellingur af fólki þarna sem er að leggja rosalega mikið á sig til að gera heimaleikina flotta og góða. Við erum með tvo velli, einn á Siglufirði og einn á Ólafsfirði. Við reynum að spila alla leikina okkar á Ólafsfirði. Það voru tveir leikir á Siglufirði í sumar, annar því Ólafsfjarðarvöllur var ekki tilbúinn og hinn útaf því að Nikulásarmótið var í gangi. Þeir lentu á öðrum þessum leik og voru í klefum sem Siglfirðingar hafa notað í 30 ár en voru ekki nógu góðir fyrir Hamar. Ég kom hérna í dag og það var engin mótttökunefnd sem tók á móti mér, og mér er alveg skítsama. Þessi ummæli og þetta viðtal hjá honum dæma sig sjálft og lýsa honum betur en öðru."

Nánar er rætt við Lárus Orra í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner