,,Þetta var góður sigur, fínn leikur hjá okkur, við gerðum þetta kannski óþarflega spennandi í lokin," sagði Ólafur H. Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir sigur í Keflavík í kvöld.
,,Nú er bara vinna í vikunni og leikur á laugardaginn. Svo týnum við upp úr pokanum eins og ég hef alltaf sagt í lok móts."
Ólafur var næst spurður út í sumarið sem Breiðablik byrjaði illa en hafa stigið upp.
,,Ég er ekki sammála því að við höfum byrjað skelfilega. Ég veit ekki mat hverra það er, það voru jú leikir sem við unnum ekki en það var sterkur varnarleikur og við erum ennþá í þeim fasa að fá ekki mikið af mörkum á okkur, aðeins meira en í byrjun en við erum farnir að skora. Mér fannst hafa verið stígandi og liðið hefur þróast í gegnum mótið."
,,Það er ánægjulegt hvort sem þú byrjar vel eða endar illa en þegar við gerum upp sumarið í heild og mér finnst margt hafa verið mjög jákvætt. Margir leikmenn stigið upp, bæði ungir, miðaldra, þeir sem við höfum fengið, fæddir í Kópavogi, 200, 201, 203 og svo framvegis. Mér finnst liðið hafa þroskast."
Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir