Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
   sun 23. september 2012 19:48
Lárus Ingi Magnússon
Ólafur Kristjánsson: Gerðum þetta óþarflega spennandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var góður sigur, fínn leikur hjá okkur, við gerðum þetta kannski óþarflega spennandi í lokin," sagði Ólafur H. Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir sigur í Keflavík í kvöld.

,,Nú er bara vinna í vikunni og leikur á laugardaginn. Svo týnum við upp úr pokanum eins og ég hef alltaf sagt í lok móts."

Ólafur var næst spurður út í sumarið sem Breiðablik byrjaði illa en hafa stigið upp.

,,Ég er ekki sammála því að við höfum byrjað skelfilega. Ég veit ekki mat hverra það er, það voru jú leikir sem við unnum ekki en það var sterkur varnarleikur og við erum ennþá í þeim fasa að fá ekki mikið af mörkum á okkur, aðeins meira en í byrjun en við erum farnir að skora. Mér fannst hafa verið stígandi og liðið hefur þróast í gegnum mótið."

,,Það er ánægjulegt hvort sem þú byrjar vel eða endar illa en þegar við gerum upp sumarið í heild og mér finnst margt hafa verið mjög jákvætt. Margir leikmenn stigið upp, bæði ungir, miðaldra, þeir sem við höfum fengið, fæddir í Kópavogi, 200, 201, 203 og svo framvegis. Mér finnst liðið hafa þroskast."


Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner