Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
   sun 23. september 2012 19:48
Lárus Ingi Magnússon
Ólafur Kristjánsson: Gerðum þetta óþarflega spennandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var góður sigur, fínn leikur hjá okkur, við gerðum þetta kannski óþarflega spennandi í lokin," sagði Ólafur H. Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir sigur í Keflavík í kvöld.

,,Nú er bara vinna í vikunni og leikur á laugardaginn. Svo týnum við upp úr pokanum eins og ég hef alltaf sagt í lok móts."

Ólafur var næst spurður út í sumarið sem Breiðablik byrjaði illa en hafa stigið upp.

,,Ég er ekki sammála því að við höfum byrjað skelfilega. Ég veit ekki mat hverra það er, það voru jú leikir sem við unnum ekki en það var sterkur varnarleikur og við erum ennþá í þeim fasa að fá ekki mikið af mörkum á okkur, aðeins meira en í byrjun en við erum farnir að skora. Mér fannst hafa verið stígandi og liðið hefur þróast í gegnum mótið."

,,Það er ánægjulegt hvort sem þú byrjar vel eða endar illa en þegar við gerum upp sumarið í heild og mér finnst margt hafa verið mjög jákvætt. Margir leikmenn stigið upp, bæði ungir, miðaldra, þeir sem við höfum fengið, fæddir í Kópavogi, 200, 201, 203 og svo framvegis. Mér finnst liðið hafa þroskast."


Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner