Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. september 2012 15:45
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari ársins - Heimir Guðjónsson (FH)
„Gríðarleg samheldni hjá liðinu"
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Það er ekki hægt að horfa framhjá Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH, þegar kemur að vali á þjálfara ársins. FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn um miðjan mánuðinn og er þjálfari ársins að mati Fótbolta.net.

„Við erum ánægðir með leik liðsins. Við höfum bæði verið að fá á okkur færri mörk en á síðustu tveimur leiktíðum og einnig náð að skora slatta af mörkum," segir Heimir.

„Það er mjög góð blanda af leikmönnum í FH-liðinu, reyndir leikmenn sem hafa unnið titla. Svo eru yngri leikmenn. Það er mjög gott að hafa eldri leikmennina sem hjálpa yngri leikmönnunum að sanna sig."

„Það sem einkennir þennan titil er gríðarleg samheldni hjá liðinu og þeim sem komu að því. Við fórum yfir varnarleikinn eftir síðasta tímabil meðal annars, við vorum að fá of mikið af rauðum spjöldum á okkur á síðustu leiktíð. Það var eitt og annað sem við þurftum að laga til að eiga möguleika," segir Heimir.

„Við vorum að keppa við frábær lið; KR, ÍBV og Stjörnuna. Þetta eru liðin sem hafa verið í kringum okkur. Allt mjög góð lið."
Athugasemdir
banner
banner