Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Gunnar Heiðar: Við héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Eiginlega meira svekktur með hvað það kom smá óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
   lau 29. september 2012 16:37
Elvar Geir Magnússon
Óli Kristjáns: Hjákátlegt að hlusta á vælið í þeim
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
„Vendipunkturinn í þessum leik var hvað mínir menn voru fókuseraðir, taktískt fóru þeir eftir öllu og við fórum í gegnum galopna vörn Stjörnunnar sem var mjög hátt á vellinum," sagði Ólafur Kristjánsson eftir sigur Breiðabliks á Stjörnunni í dag 2-0.

Blikarnir tryggðu sér ekki bara Evrópusæti með sigrinum heldur einnig silfurverðlaunin í deildinni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

„Arnar Már get teymt Daníel Laxdal út og suður og við gátum sent Rohde í gegn aftur og aftur og aftur. Þeir voru með sóknarmann í bakverðinum og það var veisla."

„Þetta var fyllilega verðskuldað. Ég er mjög sáttur við uppskeruna í sumar."

Miklu grófari en við
Áður en Ólafur kom í viðtal við Fótbolta.net heyrði hann Bjarna Jóhannsson í viðtali við Stöð 2 Sport þar sem Bjarni sagði dómgæsluna hafa ráðið úrslitum.

„Það er hjákátlegt að hlusta á vælið í þeim yfir dómgæslu. Ég veit ekki hvað gerðist þegar Garðar skallaði hann eða skallaði hann ekki inn en heilt yfir í leiknum voru þeir miklu grófari en við."

„Dómarinn réði ekki úrslitum. Það var æsigngur og læti og þeir misstu tökin á því sem þeir voru að gera. Við vorum rólegir og skipulagðir og sigldum þessu í höfn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner