„Vendipunkturinn í þessum leik var hvað mínir menn voru fókuseraðir, taktískt fóru þeir eftir öllu og við fórum í gegnum galopna vörn Stjörnunnar sem var mjög hátt á vellinum," sagði Ólafur Kristjánsson eftir sigur Breiðabliks á Stjörnunni í dag 2-0.
Blikarnir tryggðu sér ekki bara Evrópusæti með sigrinum heldur einnig silfurverðlaunin í deildinni.
Blikarnir tryggðu sér ekki bara Evrópusæti með sigrinum heldur einnig silfurverðlaunin í deildinni.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 0 Stjarnan
„Arnar Már get teymt Daníel Laxdal út og suður og við gátum sent Rohde í gegn aftur og aftur og aftur. Þeir voru með sóknarmann í bakverðinum og það var veisla."
„Þetta var fyllilega verðskuldað. Ég er mjög sáttur við uppskeruna í sumar."
Miklu grófari en við
Áður en Ólafur kom í viðtal við Fótbolta.net heyrði hann Bjarna Jóhannsson í viðtali við Stöð 2 Sport þar sem Bjarni sagði dómgæsluna hafa ráðið úrslitum.
„Það er hjákátlegt að hlusta á vælið í þeim yfir dómgæslu. Ég veit ekki hvað gerðist þegar Garðar skallaði hann eða skallaði hann ekki inn en heilt yfir í leiknum voru þeir miklu grófari en við."
„Dómarinn réði ekki úrslitum. Það var æsigngur og læti og þeir misstu tökin á því sem þeir voru að gera. Við vorum rólegir og skipulagðir og sigldum þessu í höfn."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir