Mikil gleði ríkir hjá Breiðabliki en liðið náði öðru sæti Pepsi-deildarinnar með sigri á Stjörnunni á heimavelli í dag. Leikurinn endaði 2-0 og Evrópusæti í höfn.
Fótbolti.net ræddi við fyrirliðann Finn Orra Margeirsson strax eftir leikinn.
Fótbolti.net ræddi við fyrirliðann Finn Orra Margeirsson strax eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 0 Stjarnan
„Þetta er æðislegur dagur, þetta getur ekki verið betra... jú kannski einu sæti betra," sagði Finnur léttur.
„Það var mjög mikil harka og stuttur þráður. Við létum dómarann vera, það voru aðrir sem sáu um að tuða í honum. Við héldum haus og spiluðum okkar leik."
„Það verður fagnað eitthvað framyfir tíu vonandi. Það er gott kvöld í vændum."
Hér að ofan má sjá viðtalið við Finn og brot af fögnuðu Blika.
Athugasemdir