Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 30. september 2012 15:30
Daníel Freyr Jónsson
Suso fær nýjan samning hjá Liverpool
Suso.
Suso.
Mynd: Getty Images
Suso var í gær í fyrsta sinn í byrjunarliði Liverpool í ensku Úrvalsdeildinni. Hann hefur hrifið Brendan Rodgers í upphafi tímabils og mun líklega fá nýjan samning á næstunni.

Þessi bráðefnilegi 18 ára gamli Spánverji lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool gegn Young Boys nýverið. Hann kom síðan inn á gegn Manchester United um síðustu helgi og stóð sig frábærlega.

Suso lagði síðan upp sigurmark liðsins gegn WBA í deildarbikarnum í vikunni og var síðan í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í deildinni í gær í 5-2 sigri á Norwich. 

Samningur hans rennur út næsta sumar og er Liverpool strax farið að líta á þau mál samkvæmt Rodgers, stjóra liðsins.

,,Samningsmálin eru eitthvað sem við erum að skoða," sagð Rodgers.

Hann nýtti einnig tækifærið og hrósaði ungstirninu í hástert og segist njóta þess að horfa á svona leikmenn spila fótbolta.

,,Suso lætur hlutina gerast. Ég elska svona leikmenn. Þið sáuð hvað hann gerði gegn WBA í markinu. Hann tók boltann í þröngu svæð. Það þarf hæfileika til að finna svæði og hann er mikið efni," bætti Norður-Írinn við.
Athugasemdir
banner
banner
banner