Ásgeir Þór Ingólfsson hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt Hauka á nýjan leik en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í kvöld.
Ásgeir var í láni hjá Val á síðasta tímabili þar sem hann skoraði eitt mark í nítján leikjum en það var sigurmarkið gegn Fram í fyrstu umferð. Nokkur félög höfðu áhuga á Ásgeiri en hann ákvað að ganga í raðir Hauka á nýjan leik.
Ásgeir var í láni hjá Val á síðasta tímabili þar sem hann skoraði eitt mark í nítján leikjum en það var sigurmarkið gegn Fram í fyrstu umferð. Nokkur félög höfðu áhuga á Ásgeiri en hann ákvað að ganga í raðir Hauka á nýjan leik.
,,Ég heyrði af áhuga frá nokkrum liðum og hugsaði mig vel og vandlega um hvað ég ætti að gera," sagði Ásgeir við Fótbolta.net.
,,Ég tók léttan fund með Bjössa Hreiðars (aðstoðarþjálfara Hauka) og eftir það var þetta ekki spurning, ég var strax tilbúinn í að fara í Haukatreyjuna og út á völl eftir þann fund. Mér líst vel á það sem hann og Óli (Ólafur Jóhannesson, þjálfari Hauka) eru búnir að leggja upp fyrir næsta tímabil og ég hlakka til að spila með HAukum næsta sumar."
,,Best stund ferilsins var að labba með Haukum inn á völl í úrvalsdeildinni og ég vonast til að vekja áhuga annarra leikmanna sem eru uppaldir hjá Haukum að koma til baka og hjálpast að við að ná úrvalsdeildarsæti á nýjan leik."
Ásgeir var í lykilhlutverki hjá Haukum áður en hann gekk til liðs við Val í fyrravetur. Hann segist sakna Vals.
,,Ég kveð Valsara bæði með söknuði og gleði. Það er erfitt að kveðja Val, ég naut tímans þar og það var gaman að spila með Val. Ég lærði heilan helling hjá Kristjáni (Guðmundssyni) og Frey (Alexanderssyni) og bætti mig sem fótboltamaður."
,,Ég náði líka góðum tengslum við aðra leikmenn og eignaðist marga góða vini. Ég mun mæta á leiki Vals næsta sumar og styðja þá til sigurs."
Athugasemdir