Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   fös 05. október 2012 12:34
Daníel Freyr Jónsson
Ashley Cole kallar FA fávita á Twitter
Ashley Cole.
Ashley Cole.
Mynd: Twitter
Ashley Cole er væntanlega búinn að koma sér í vandræði með nýjasta tístinu sínu á Twitter.

Hann svaraði þar ásökunum um að hafa logið þegar hann var vitni í kynþáttafordómamáli John Terry.

,,Hahahaha, vel gert FA, ég laug semsagt #HÓPURAFFÁVITUM" skrifaði Cole á síðuna fyrir skömmu.

(Hahahahaa, well done #fa I lide did I, #BUNCHOFTWATS)

Miðað við söguna má Cole væntanlega búast við sekt og jafnvel leikbanni á næstunni fyrir þessi ummæli.

Þetta eru að auki áhugaverð ummæli þar sem Cole er í enska landsliðinu sem valið var í gær fyrir leiki liðsins gegn San Marinó og Póllandi í undankeppni HM.
Athugasemdir
banner
banner