þri 09. október 2012 17:29
Elvar Geir Magnússon
Varaforseti FIFA segir Suarez svindla
Öll spjót beinast að Suarez þessa dagana.
Öll spjót beinast að Suarez þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Jim Boyce, varaforseti FIFA, segist vera á þeirri skoðun að refsa eigi leikmönnum sem verða sekir um augljósan leikaraskap og tilraunir til að blekkja dómara.

Umræðan hefur náð hámarki eftir að Luis Suarez lét sig falla í leik gegn Stoke um helgina.

„Ég hef séð ansi mörg tilfelli að undanförnu og skoðaði þetta atvik með Suarez tvisvar eða þrisvar. Að mínu mati er þetta ekkert annað en dæmi um svindl," segir Boyce.

„Þetta er að verða ákveðið krabbamein í leiknum og ég tel að bregðast verði við."

Á Englandi er ekki hægt að refsa mönnum fyrir leikaraskap eftir leiki. Eina mögulega refsingin er gult spjald ef dómarinn er sannfærður um að leikaraskapur hafi átt sér stað.

Sá háttur er þó hjá nokkrum knattspyrnusamböndum að hægt er að dæma menn í bönn eftir á ef augljóslega er um leikaraskap að ræða. Boyce telur að það eigi að taka upp víðar.

Í Tævan eru menn duglegir að gera grín að helstu hitamálum líðandi stundar og eftirfarandi myndband hefur farið eins og eldur um sinu um netheima:

Athugasemdir
banner
banner
banner