Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. október 2012 19:00
Elvar Geir Magnússon
Viðhorfið til Liverpool - Fjórar ástæður
Fabio Borini kostaði 60 milljónum króna meira en hann átti að kosta vegna skrifa stuðningsmanns á Twitter.
Fabio Borini kostaði 60 milljónum króna meira en hann átti að kosta vegna skrifa stuðningsmanns á Twitter.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers á erfitt verkefni fyrir höndum.
Brendan Rodgers á erfitt verkefni fyrir höndum.
Mynd: Getty Images
Luis Suarez er umdeildur.
Luis Suarez er umdeildur.
Mynd: Getty Images
Tímarit TalkSport birtir grein þar sem farið er yfir fjórar af ástæðunum fyrir slæmu viðhorfi til fótboltaliðs Liverpool. Þar er sagt að liðið sé að vissu leyti aðhlátursefni, félagið oft sinn versti óvinur og fjórir þættir nefndir sem gætu verið hluti af skýringunni.

Duncan Jenkins málið
Málefni sem hefur farið eins og eldur um sinu um netheima að undanförnu. Jen Chang var fenginn til starfa hjá Liverpool eftir slæma fjölmiðlaumfjöllun á síðasta tímabili en virðist hafa gert illt verra.

Chang er sagður hafa fundað með Sean Cummins, stuðningsmanni Liverpool, í þeirri trú að hann væri að birta hernaðarleyndamál félagsins á Twitter undir fölsku nafni, Duncan Jenkins.

Chang sagði að Cummins væri ábyrgur fyrir því að verðmiðinn á Fabio Borini hefði hækkað um 60 milljónir íslenskra króna eftir að Roma komst að skrifum hans á Twitter um málið.

Cummins segist ekki hafa neinn heimildarmann innan Liverpool heldur væri hann að dreifa sögusögnum og orðrómi sem hann sæi annarstaðar. Chang á að hafa reynt að banna Cummins, sem er ársmiðahafi hjá félaginu, frá Anfield. Chang neitar þeim ásökunum en Liverpool er með málið til skoðunar.

Hér má lesa nánar um málið (enska)

Being: Liverpool (sjónvarpsþátturinn)
Á gullaldarárum Liverpool fór umræðan fram á vellinum og daglegum rekstri á félaginu haldið fjarri umræðunni. Fyrrum stjórnarformenn ræddu hlutina bak við lokaðar dyr. Stuðningsmenn voru sáttir enda komu titlar í hús.

Nú eru breyttir tímar og Liverpool reynir að komast inn í nýja markaði í Norður-Ameríku og Asíu með heimildarþáttunum "Being Liverpool" þar sem skyggnst er bak við tjöldin hjá félaginu. Á meðan gengur liðinu illa.

Gott umtal kemur frekar þegar liðið vinnur leiki en þegar stjórnarmenn eru sýndir á Harley Davidson hjólum.

Luis Suarez
Luis Suarez er frábær fótboltamaður. Sama hvað menn sem verja hann segja þá er ljóst að Suarez á það til gera sér og félaginu enga greiða. Menn hafa lagt eigið mannorð að veði til að verja Suarez en fengið það til baka eins og egg í andlitið.

Þegar Suarez var sakaður nýlega um að fara auðveldlega niður til að krækja í víti og aukaspyrnur benti Brendan Rodgers réttilega á þá staðreynd að leikmaðurinn hefur á tíðum verið fórnarlamb slakrar dómgæslu.

Strax í kjölfarið fer Suarez út á fótboltavöllinn og tekur sorglega dýfu gegn Stoke City (vissulega var brotið á honum af varnarmönnum Stoke í öðrum tilfellum en það afsakar ekki dýfuna). Rodgers þarf að ræða við Suarez bak við luktar dyr því enginn leikmaður, sama hve góður hann er, er stærri en félag eins og Liverpool.

Innkaupastefnan
Þegar FSG tók við Liverpool fyrir tveimur árum fögnuðu margir að stjórnartíð Hicks og Gillett væri á enda komin. Það sem eftir fylgdi var kennsla í því hvernig ekki eigi að stunda leikmannakaup. Fyrir utan Suarez hafa leikmannakaup Liverpool í tíð FSG skilið Brendan Rodgers eftir með illa samsettan og þunnskipaðan hóp og hann þarf að reiða sig á óreynda unglinga.

Þetta á eftir að mæta Suso og Raheem Sterling en mun ekki hjálpa Liverpool að berjast í efri hluta úrvalsdeildarinnar. Hugmyndin var að lækka meðalaldur liðsins en ekki með þessum hætti.

Óstöðugleiki meðal þeirra sem stjórna hjálpaði ekki. Damien Comolli og Kenny Dalglish voru ráðnir og reknir, Roy Hodgson var rekinn og nú á Brendan Rodgers að snúa hlutunum við.

Eftir að hafa eytt formúgu í menn eins og Andy Carroll, Stewart Downing og Jordan Henderson var FSG ekki tilbúið að láta Rodgers, manninum sem er treyst fyrir framtíð liðsins, fá nægilegt fjármagn til að kaupa Clint Dempsey sem hefur sannað sig sem markaskorari í úrvalsdeildinni.

Ef Brendan Rodgers nær að koma Liverpool á beinu brautina á hann skilið mikið klapp á bakið frá John Henry og félögum.

Smelltu hér til að lesa greinina á ensku
Athugasemdir
banner
banner