Blikar setja stefnuna á Íslandsmeistaratitil
Gunnleifur Gunnleifsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi sem nú stendur yfir í Smáranum.
Sagt var að samningar hefðu endanlega náðst í morgun.
Sagt var að samningar hefðu endanlega náðst í morgun.
Gunnleifur hefur verið lykilmaður hjá FH síðustu ár og var fyrirliði í sumar þegar FH-ingar hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum.
FH var ekki tilbúið að bjóða Gunnleifi lengri samning en til eins árs.
Strax eftir tímabil fóru í gang sögur þess efnis að Breiðablik hefði áhuga á Gunnleifi og er hann nú formlega orðinn leikmaður liðsins.
Gunnleifur er 37 ára og hefur stærstan hluta ferilsins leikið með HK en einnig hefur hann varið mark Keflavíkur og KR í efstu deild. Hann á 23 A-landsleiki að baki og var valinn markvörður ársins í Pepsi-deildinni af Fótbolta.net.
Einar Kristján Jónsson, formaður Breiðabliks, sagði á fundinum að stefna Breiðabliks væri sett á að verða Íslandsmeistari á næsta ári.
Viðtal við Gunnleif birtist hér á Fótbolta.net á eftir.
Athugasemdir