Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. október 2012 11:47
Elvar Geir Magnússon
El Hadji Diouf segir Steven Gerrard sjálfselskan
El Hadji Diouf liggur ekki á skoðunum sínum.
El Hadji Diouf liggur ekki á skoðunum sínum.
Mynd: Getty Images
El Hadji Diouf lætur Steven Gerrard heyra það í viðtali við franska fjölmiðla. Þeir tveir voru liðsfélagar hjá Liverpool og hafa eldað grátt silfur saman.

Gerrard hefur sagt að Diouf hafi ekki nennt að leggja sig fram þann tíma sem hann lék fyrir Liverpool. Diouf segir að þessi ummæli séu bara merki um öfundsýki.

„Ég var mikilvægasti leikmaður liðsins á þessum tíma. Ég var á listanum hans Pele yfir 100 bestu leikmenn aldarinnar, ekki hann," segir Diouf sem leikur í dag fyrir Leeds í Championship-deildinni.

„Ég virði Gerrard sem fótboltamann en það er enginn sjálfselskari en hann. Honum er sama þó Liverpool tapi ef hann nær að skora. Honum er sama um alla aðra. Ég hef talað við gamlar hetjur hjá Liverpool og enginn þolir hann."

Diouf hefur stimpil á sér fyrir að vera vandræðagemsi.

„Ég hef gert hluti sem ég hef séð eftir en aðrir hafa gert verri hluti. Ég er auðvelt skotmark. Ég hef sært fólk og sé eftir því. En ég hef aldrei farið í fangelsi og aldrei slasað menn á vellinum. Ég þarf að sætta mig við þá ímynd sem ég hef," segir Diouf.
Athugasemdir
banner
banner