Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. október 2012 15:36
Daníel Freyr Jónsson
Suso framlengdi hjá Liverpool
Suso.
Suso.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur staðfest að ungstirnið Suso hafi skrifað undir nýjan samning hjá félaginu.

Ekki er gefið upp um hve lengi samningurinn gildir, en tekið er fram að hann sé til langs tíma.

Þessi 18 ára gamli Spánverji hefur slegið í gegn hjá stuðningsmönnum félagsins í upphafi tímabils og staðið sig með mikilli prýði þrátt fyrir ungan aldur.

,,Ég er mjög ánægður. Liverpool er eitt stærsta félag í heiminum og þetta er rétti staðurinn fyrir mig," sagði Suso við undirskriftina.

,,Ég er glaður með að Brendan hafi sýnt mér þetta traust og það var ekki spurning fyrir mig uma ð skrifa undir nýjan samning og ég er ánægður með að það sé búið."

Suso gekk í raðir Liverpool frá uppeldisfélagi sínu Cadiz árið 2010. Hann hefur nú leiki fjóra leiki með aðalliðinu og uppskorið mikið hrós fyrir frammistöðu sína þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner