„Ég lofaði Möggu liðsstjóra að standa mig ef ég kæmi inná. Loksins fékk ég tækifæri og vildi bara standa við orð mín," sagði ofurvaramaðurinn Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði sigurmark Íslands fljótlega eftir að hafa komið inn á sem varamaður í sigrinum á Úkraínu.
„Ég ákvað bara að nýta tækifærið mitt. Síðast kom ég inn á kantinn en ég er búin að vera að spila fremst á miðjunni úti í Bandaríkjunum og fékk tækifæri þar núna og ég ákvað að reyna að gera mitt besta," sagði Dagný sem er gríðarlega spennt fyrir framhaldinu.
„Ég er mjög spennt. Ég fór ekki á EM síðast. Eftir síðasta EM er komin mikil reynsla í hópinn og ég trúi ekki öðru en að við gerum betur á næsta ári."
Hægt er að horfa á allt viðtalið við markaskorarann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir