Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 01. nóvember 2012 16:03
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Skessuhorn 
Skallagrímur snýr aftur - Skráir sig til leiks í 4. deildina
Skallagrímsvöllur er glæsilegur.
Skallagrímsvöllur er glæsilegur.
Mynd: Aðsend
Stjórn knattspyrnudeildar Skallagríms hefur ákveðið að endurvekja meistaraflokk félagsins í karlaflokki og stefnir á að senda liðið til leiks á Íslandsmót í 4. deild karla næsta sumar. Félagið tók ekki þátt í Íslandsmótinu á liðnu sumri.

Stjórnin hefur gengið frá samningi við Einar Þorvald Eyjólfsson um þjálfun meistaraflokks en hann mun einnig þjálfa 3. flokk karla.

Samningurinn var undirritaður í gærkvöldi á sameiginlegum fundi stjórnar og þeirra leikmanna sem nú mynda æfingahóp meistaraflokks Skallagríms og gildir hann út næsta keppnistímabil.

Einar er Skallagrímsmönnum kunnur. Hann er fæddur og uppalinn Borgnesingur og á að baki fjölda leikja með meistaraflokki félagsins. Hann er íþróttakennari að mennt og þá hefur hann lokið UEFA B þjálfaragráðu.
Athugasemdir
banner