Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   mán 05. nóvember 2012 16:10
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Heiðar: Þarf að taka því að vera ekki valinn
Gunnar Heiðar var ekki valinn í landsliðið fyrir vináttuleik gegn Andorra sem verður í næstu viku.
Gunnar Heiðar var ekki valinn í landsliðið fyrir vináttuleik gegn Andorra sem verður í næstu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég bara veit það ekki," segir markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson spurður að því af hverju hann væri ekki í landsliðshópnum gegn Andorra.

Ísland leikur vináttuleik við Andorra í næstu viku og varð Gunnar ekki fyrir valinu. Hann dró sig út úr hópnum sem lék gegn Albaníu og Sviss í síðasta mánuði af persónulegum ástæðum.

„Ég er bara á Fótbolta.net og var að sjá þetta núna. Ég er bara ekki valinn í þetta skiptið og maður verður að taka því."

„Ég talaði við hann (Lars Lagerback) fyrir síðustu verkefni. Hann skildi alveg mína ákvörðun. Ég gaf alveg kost á mér í þennan leik og ég mun gefa kost á mér áfram. Það er engin spurning."

„Maður vill fara að spila með landslinu „aftur" innan gæsalappa, sýna og sanna hvað maður getur. Eftir svona flott tímabil væri gaman að sýna fólki á Íslandi hvað maður getur," segir Gunnar sem var næstmarkahæstur í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hann leikur með Norrköping.

Íslendingar hafa verið iðnir við markaskorun um alla Evrópu.

„Það er frábært fyrir íslenska landsliðið hvað við erum margir sem erum að skora. Það er langt síðan svona margir voru að skora af krafti. Þetta er bara jákvætt."
Athugasemdir