Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fim 08. nóvember 2012 19:45
Elvar Geir Magnússon
Arnór Smárason skoraði úr víti fyrir Esbjerg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska liðið Esbjerg er komið áfram í dönsku bikarkeppninni en liðið lagði Aalborg BK í kvöld.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og þurfti að fara fram vítaspyrnukeppni til að ná fram úrslitum.

Arnór Smárason tók eitt af vítum Esbjerg í vítakeppninni og skoraði.

Arnór kom inn sem varamaður í leiknum en hann var að snúa aftur eftir meiðsli á hné.

Þess má geta að Esbjerg er í tíunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en AaB í því þriðja.
Athugasemdir
banner
banner