Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 26. nóvember 2012 17:45
Elvar Geir Magnússon
Arnór Ingvi ætlar að spila með Keflavík á næsta ári
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska liðið Sandnes Ulf náði um helgina að tryggja áframhaldandi veru í norsku úrvalsdeildinni. Þrír Íslendingar léku með liðinu á tímabilinu, þar á meðal Arnór Ingvi Traustason.

Arnór lék með Sandnes á lánssamningi frá Keflavík en hann stefnir á því að leika með Keflavík næsta tímabil.

„Mig langar að komast heim. Þessi lánssamningur bauð upp á það að kynnast þessu umhverfi og sjá hvort ég væri tilbúinn í þetta líf. Mér finnst ég ekki alveg vera tilbúinn og þarf að ég held að þroskast aðeins betur," sagði Arnór í viðtali við Víkurfréttir.

Hann telur sig hafa bætt sig sem leikmaður í Noregi.

„Maður er samt að búa einn í fyrsta skipti, í öðru landi líka. Það getur verið þreytandi og erfitt á köflum. Þetta getur tekið alveg svakalega á andlegu hliðina. Ég sakna fjölskyldunnar, vina og kærustunnar og þess sem tengist mér sem er heima."

Arnór ætlar að klára stúdentinn á Íslandi og leika með Keflavík áður en stefnan sé sett aftur út í atvinnumennskuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner