Kristján Sigurðsson fógeti Hvíta riddarans ásamt Guðmundi Mete þegar þjálfunarsamningurinnn var handsalaður.
Guðmundur Viðar Mete hefur verið ráðinn þjálfari 4. deildar liðs Hvíta riddarans í Mosfellsbæ. Hann tekur við af Bjarka Má Sverrissyni sem hefur látið af störfum sökum anna á öðrum sviðum.
Guðmundur er þrautreyndur knattspyrnumaður sem leikið hefur í úrvalsdeildinni í Svíþjóð auk þess að leika með Keflavík, Val og Haukum hér heima. Hann gerði nýlega samning við Knattspyrnudeild Aftureldingar um að leika með félaginu í 2. deild á komandi keppnistímabili.
Hvíti riddarinn í Mosfellbæ var stofnaður árið 1998 og lék í utandeildinni í nokkur ár áður en félagið var skráð til leiks í 3. deild.
Frá árinu 2007 hefur félagið verið rekið í nánu samstarfi við Knattspyrnudeild Aftureldingar en leikmenn 2. flokks Aftureldingar eru til dæmis gjaldgengir með Hvíta riddaranum. Hvíti riddarinn hefur tvisvar náð 3. sæti í 3. deild.
Athugasemdir