Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   lau 29. desember 2012 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Tito Vilanova snýr aftur í janúar
Tito Vilanova
Tito Vilanova
Mynd: Getty Images
Tito Vilanova, þjálfari Barcelona á Spáni, kemur til með að snúa aftur um miðjan janúar í spænska boltann.

Vilanova hefur verið frá vegna veikinda síðustu tvær vikur, en hann var greindur í annað sinn með krabbamein og þurfti því að fara í aðgerð til þess að fjarlægja meinið.

Þegar fregnirnar bárust þá bjuggust ekki margir við því að hann myndi halda áfram að þjálfa liðið, en hann mætir aftur eftir þrjár vikur samkvæmt Sandro Rosell, forseta Barcelona.

;,Hann snýr aftur til starfa eftir fimmtán til tuttugu daga, en hann mun heimsækja spítalann reglulega og hvílast eitthvað þegar hann mætir aftur," sagði Rosell.

,,Hann mun sameina meðferð sína við vinnuna. Það sem skiptir mestu máli er heilsan og í augnablikinu þá hefur það forgang á fótboltann," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner