Áhugamaðurinn Marc Burrows hefur sett heimsmet því að hann skoraði beint úr upphafsspyrnu leiks eftir aðeins 2.sekúndur. Burrows var að spila með varaliði Cowes í Sydenham Wessex deildinni á Englandi síðastliðinn laugardag þegar að hann skoraði.
Burrows sem að er fyrrum leikmaður Portsmouth freistaði gæfunnar og skaut beint úr upphafsspyrnunni og skoraði yfir markvörð andstæðinganna en vindurinn hjálpaði reyndar nokkuð til því að talsvert rok var á vellinum.
Hinn 25 ára Burrows skoraði þrennu í þessum leik þegar að lið hans sigraði varalið Eastleigh 5-3. Hann sagði "Ég setti boltann á miðjupunktinn og sá að markvörðurinn var ekki á línunni. Ég horfði á dómarann og sagði í gríni, ég mun skjóta héðan.
Hann hló, yppti öxlum og flautaði leikinn á. Ég skaut vindurinn hjálpaði til og boltinn lá í netinu.
Markið kom öllum á óvart. Mér fannst ég eiga að skjóta þar sem að vindurinn var svo sterkur.
Þetta sló mig svo út af laginu að sjá boltann fara inn að ég fagnaði eininglega ekki. Ég sprakk bara úr hlátri. Ég hef reynt þetta áður en þá hefur boltinn oftast farið í innkast og mér liðið eins og aulabárði."
Dómari leiksins John Sorrell hafði þetta að segja um atvikið. "Þetta var frábært skot, betra en hjá Beckham þegar að hann skoraði frá miðju gegn Wimbledon. Ég tók tímann og þetta voru tvær sekúndur. Ég held að þú getir ekki verið sneggri að skora."
Heimsmetabók Guinness á eftir að staðfesta metið en dómarinn tók eins og fyrr segir tímann og voru það sléttar tvær sekúndur.
Núverandi heimsmetið á Argentínumaðurinn Ricardo Olivera en hann skoraði fyrir Rio Negro í úrúgvæsku deildinni eftir aðeins 2,8 sekúndur árið 1998.
Núverandi metið í Bretlandi á Colin Cowperthwaite en hann skoraði eftir 3,5 sekúndur í leik með Barrow gegn Kettering árið 1979.
Svo virðist sem að Burrows hafi hinsvegar bætt bæði metin þó að heimsmetabókin eigi eftir að staðfesta atburðinn en ljóst er að markverðir andstæðinganna munu vera tilbúnir næsta þegar að hann tekur miðju.
Athugasemdir